Æsi sé ég víða vega
velta fram um himinskaut
Óðinn ríður ákaflega
endilanga vetrarbraut.
Sópar himinn síðum feldi
hrafnar elta og úlfar tveir
vígbrandar vígja eldi veginn
þar sem fara þeir.
Sleipnir tungla treður krapa
fætur ber hann átta ótt
stjörnur undan hófum hrapa
hart og títt um lakda nótt.
Æsir um vega víða
veltur fram um himinskaut.
Einherjar og æsir ríða
endilanga vetrarbraut.
Er þau sáu siðin nýja
setjast að í fornri vist
viku goðin burtu byrst
eigi surt né úlf þau flýja
en þau flýja Hvíta-Krist
þó að fornu björgin brotni
bili himinn og þorni upp mar
allar sorti sólarinnar
aldrei deyr, þótt um þrotni
endurminningin þess, sem var. |